Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 11:16
Elvar Geir Magnússon
Amorim fékk 10 milljónir punda í starfslokagreiðslur
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Mirror greinir frá því að Rúben Amorim hafi yfirgefið Manchester United með 10 milljóna punda starfslokagreiðslu (1,7 milljarða íslenskra króna) en hann var rekinn í gær eftir aðeins fjórtán mánuði í starfi.

Amorim og Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála, lentu í deilum á hitafundi á föstudaginn og í kjölfarið var ákveðið að láta Amorim fara.

Það kostaði Manchester United alls 27 milljónir punda að reka og ráða Amorim.

Veturinn 2024 samdi United við Sporting Lissabon um að fá Amorim fyrir 8,3 milljónir punda og síðan 900 þúsund pund til viðbótar svo hann gæti hafið störf snemma.

Þegar hann kom skrifaði hann undir samning til júní 2027 upp á 6,5 milljónir punda á ári,

United þarf einnig að borga út fimm manna starfsliði Amorim. Sagan mun ekki dæma veru portúgalska stjórans hjá United vel. Hann vann aðeins 25 af 63 leikjum sínum sem stjóri liðsins, og hann er sá stjóri sem hefur verið með lægsta sigurhlutfall hjá United í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.
Athugasemdir
banner
banner