
Víkingur Reykjavík gerði 2-2 jafntefli við Gróttu í B-deild Lengjubikars kvenna síðasta föstudagskvöld. Um var að ræða hörkuleik en bæði þessi lið spila í Lengjudeild kvenna í sumar.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Arnfríður Auður Arnarsdóttir gestunum yfir en Hafdís Bára Höskuldsdóttir jafnaði aðeins sex mínútum síðar.
Grótta komst aftur fyrir þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir en það var Nadía Atladóttir sem sá til þess að Víkingsliðið færi ekki tómhent heim með marki undir lok leiks. Jafntefli niðurstaðan í þessum leik.
Víkingur er með fjögur stig í efsta sæti B-deildar eftir tvo leiki en Grótta er aðeins með eitt stig eftir jafnmarga leiki.
Víkingur hefur núna birt mörkin og það helsta úr þessum skemmtilega leik en myndbandið sem Fossvogsfélagið birti má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir