Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 03. júní 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Hákon tekur stöðuna eftir verkefnið - „Auðvitað vil ég spila hverja helgi"
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon er á mála hjá Brentford.
Hákon er á mála hjá Brentford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hótelið er geggjað og það er flottur golfvöllur hérna," sagði landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru æfingaleikir hjá landsliðinu gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Segja má að þetta sé ákveðin áheyrnarprufa fyrir undankeppni HM sem hefst síðar á árinu.

„Við þurfum að funda smá og fara yfir helstu hlutina, reyna að gera okkur klára fyrir undankeppnina."

„Það er markmiðið okkar í þessum glugga að ná tveimur góðum leikjum og gera þetta almennilega," segir Hákon.

Ætla að klára hér fyrst
Hákon er á mála hjá Brentford í Englandi þar sem hann er varamarkvörður.

„Þetta var frábært tímabil fyrir Brentford. Ég bjóst ekki við því að spila á þessu tímabili. Það var nokkuð klárt fyrir tímabilið en ég náði allavega tveimur leikjum í deild og einhverjum bikarleikjum. Það er fínt að klára fyrsta heila tímabilið," segir Hákon.

Hann var varamarkvörður fyrir Mark Flekken á nýliðnu tímabili en hann er að fara til Bayer Leverkusen. Núna er hann að fara í samkeppni við annan markvörð því Caoimhin Kelleher er að koma frá Liverpool.

„Ég ætla að klára hér fyrst og skoða planið mitt og hvað Brentford vill gera. Sjá framtíðina eftir þetta verkefni," segir Hákon en hann vill klárlega spila meira.

„Ég taldi reyndar leikina um daginn og þeir eru allavega yfir tíu. Manni líður eins og maður hafi ekki spilað neitt, en ég hef spilað eitthvað. Auðvitað vil ég samt spila hverja helgi, það er ástæðan fyrir að maður er í þessu."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner