Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   þri 03. júní 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Hákon tekur stöðuna eftir verkefnið - „Auðvitað vil ég spila hverja helgi"
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon er á mála hjá Brentford.
Hákon er á mála hjá Brentford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hótelið er geggjað og það er flottur golfvöllur hérna," sagði landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru æfingaleikir hjá landsliðinu gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Segja má að þetta sé ákveðin áheyrnarprufa fyrir undankeppni HM sem hefst síðar á árinu.

„Við þurfum að funda smá og fara yfir helstu hlutina, reyna að gera okkur klára fyrir undankeppnina."

„Það er markmiðið okkar í þessum glugga að ná tveimur góðum leikjum og gera þetta almennilega," segir Hákon.

Ætla að klára hér fyrst
Hákon er á mála hjá Brentford í Englandi þar sem hann er varamarkvörður.

„Þetta var frábært tímabil fyrir Brentford. Ég bjóst ekki við því að spila á þessu tímabili. Það var nokkuð klárt fyrir tímabilið en ég náði allavega tveimur leikjum í deild og einhverjum bikarleikjum. Það er fínt að klára fyrsta heila tímabilið," segir Hákon.

Hann var varamarkvörður fyrir Mark Flekken á nýliðnu tímabili en hann er að fara til Bayer Leverkusen. Núna er hann að fara í samkeppni við annan markvörð því Caoimhin Kelleher er að koma frá Liverpool.

„Ég ætla að klára hér fyrst og skoða planið mitt og hvað Brentford vill gera. Sjá framtíðina eftir þetta verkefni," segir Hákon en hann vill klárlega spila meira.

„Ég taldi reyndar leikina um daginn og þeir eru allavega yfir tíu. Manni líður eins og maður hafi ekki spilað neitt, en ég hef spilað eitthvað. Auðvitað vil ég samt spila hverja helgi, það er ástæðan fyrir að maður er í þessu."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner