Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   þri 03. júní 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Hákon tekur stöðuna eftir verkefnið - „Auðvitað vil ég spila hverja helgi"
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon er á mála hjá Brentford.
Hákon er á mála hjá Brentford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hótelið er geggjað og það er flottur golfvöllur hérna," sagði landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru æfingaleikir hjá landsliðinu gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Segja má að þetta sé ákveðin áheyrnarprufa fyrir undankeppni HM sem hefst síðar á árinu.

„Við þurfum að funda smá og fara yfir helstu hlutina, reyna að gera okkur klára fyrir undankeppnina."

„Það er markmiðið okkar í þessum glugga að ná tveimur góðum leikjum og gera þetta almennilega," segir Hákon.

Ætla að klára hér fyrst
Hákon er á mála hjá Brentford í Englandi þar sem hann er varamarkvörður.

„Þetta var frábært tímabil fyrir Brentford. Ég bjóst ekki við því að spila á þessu tímabili. Það var nokkuð klárt fyrir tímabilið en ég náði allavega tveimur leikjum í deild og einhverjum bikarleikjum. Það er fínt að klára fyrsta heila tímabilið," segir Hákon.

Hann var varamarkvörður fyrir Mark Flekken á nýliðnu tímabili en hann er að fara til Bayer Leverkusen. Núna er hann að fara í samkeppni við annan markvörð því Caoimhin Kelleher er að koma frá Liverpool.

„Ég ætla að klára hér fyrst og skoða planið mitt og hvað Brentford vill gera. Sjá framtíðina eftir þetta verkefni," segir Hákon en hann vill klárlega spila meira.

„Ég taldi reyndar leikina um daginn og þeir eru allavega yfir tíu. Manni líður eins og maður hafi ekki spilað neitt, en ég hef spilað eitthvað. Auðvitað vil ég samt spila hverja helgi, það er ástæðan fyrir að maður er í þessu."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner