Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   þri 03. júní 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Hákon tekur stöðuna eftir verkefnið - „Auðvitað vil ég spila hverja helgi"
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon er á mála hjá Brentford.
Hákon er á mála hjá Brentford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hótelið er geggjað og það er flottur golfvöllur hérna," sagði landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru æfingaleikir hjá landsliðinu gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Segja má að þetta sé ákveðin áheyrnarprufa fyrir undankeppni HM sem hefst síðar á árinu.

„Við þurfum að funda smá og fara yfir helstu hlutina, reyna að gera okkur klára fyrir undankeppnina."

„Það er markmiðið okkar í þessum glugga að ná tveimur góðum leikjum og gera þetta almennilega," segir Hákon.

Ætla að klára hér fyrst
Hákon er á mála hjá Brentford í Englandi þar sem hann er varamarkvörður.

„Þetta var frábært tímabil fyrir Brentford. Ég bjóst ekki við því að spila á þessu tímabili. Það var nokkuð klárt fyrir tímabilið en ég náði allavega tveimur leikjum í deild og einhverjum bikarleikjum. Það er fínt að klára fyrsta heila tímabilið," segir Hákon.

Hann var varamarkvörður fyrir Mark Flekken á nýliðnu tímabili en hann er að fara til Bayer Leverkusen. Núna er hann að fara í samkeppni við annan markvörð því Caoimhin Kelleher er að koma frá Liverpool.

„Ég ætla að klára hér fyrst og skoða planið mitt og hvað Brentford vill gera. Sjá framtíðina eftir þetta verkefni," segir Hákon en hann vill klárlega spila meira.

„Ég taldi reyndar leikina um daginn og þeir eru allavega yfir tíu. Manni líður eins og maður hafi ekki spilað neitt, en ég hef spilað eitthvað. Auðvitað vil ég samt spila hverja helgi, það er ástæðan fyrir að maður er í þessu."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner