Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 03. júní 2025 18:58
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Jói Berg og Bruno ræddu um Sádi-Arabíu - „Ekki bara að hugsa um peningana“
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Mynd: EPA
Í dag tilkynnti Bruno Fernandes að hann hefði ákveðið að hafna risatilboði frá Sádi-Arabíu og vera áfram hjá Manchester United.

Eins og hefur verið fjallað um eru Bruno og Jóhann Berg Guðmundsson góðir vinir og fjölskyldur þeirra ná vel saman. Jóhann Berg var að klára tímabil með Al-Orobah í Sádi-Arabíu og þeir félagarnir hafa rætt málin.

„Við höfum auðvitað talað mikið um þetta. Hann átti frábært tímabil og við ræddum mikið um þetta. Það er erfitt þegar það eru svona peningar í spilinu en hann hefur enn hungur í að vera áfram í United og vill koma liðinu á þann stall sem liðið á að vera. Bara gríðarlega vel gert hjá honum að neita þessu og vera ekki bara að hugsa um peningana," segir Jóhann í samtali við Fótbolta.net.

Líklegt að maður verði áfram á þessum slóðum
Það gekk ýmislegt á hjá Al-Orobah á tímabilinu innan sem utan vallar, stig voru dregin af liðinu og það féll á endanum niður um deild. Samningur Jóhanns er að renna út og óvíst hvað tekur við.

„Það er verið að skoða þau mál. Ég átti ágætis tímabil persónulega, spilaði marga leiki og margt mínútur. Það er líklegt að maður verður á þessum slóðum áfram. En hlutirnir gerast hægt í þessum löndum, nú eru menn í fríi og að hafa það gott," segir Jóhann Berg.

Í viðtalinu útskýrir hann af hverju stig voru dregin af Al-Orobah og ræðir svo auðvitað um vináttulandsleikina framundan en Ísland mætir Skotlandi á föstudag og svo Norður-Írlandi næsta þriðjudag.
Athugasemdir
banner