Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   þri 03. júní 2025 18:58
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Jói Berg og Bruno ræddu um Sádi-Arabíu - „Ekki bara að hugsa um peningana“
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Mynd: EPA
Í dag tilkynnti Bruno Fernandes að hann hefði ákveðið að hafna risatilboði frá Sádi-Arabíu og vera áfram hjá Manchester United.

Eins og hefur verið fjallað um eru Bruno og Jóhann Berg Guðmundsson góðir vinir og fjölskyldur þeirra ná vel saman. Jóhann Berg var að klára tímabil með Al-Orobah í Sádi-Arabíu og þeir félagarnir hafa rætt málin.

„Við höfum auðvitað talað mikið um þetta. Hann átti frábært tímabil og við ræddum mikið um þetta. Það er erfitt þegar það eru svona peningar í spilinu en hann hefur enn hungur í að vera áfram í United og vill koma liðinu á þann stall sem liðið á að vera. Bara gríðarlega vel gert hjá honum að neita þessu og vera ekki bara að hugsa um peningana," segir Jóhann í samtali við Fótbolta.net.

Líklegt að maður verði áfram á þessum slóðum
Það gekk ýmislegt á hjá Al-Orobah á tímabilinu innan sem utan vallar, stig voru dregin af liðinu og það féll á endanum niður um deild. Samningur Jóhanns er að renna út og óvíst hvað tekur við.

„Það er verið að skoða þau mál. Ég átti ágætis tímabil persónulega, spilaði marga leiki og margt mínútur. Það er líklegt að maður verður á þessum slóðum áfram. En hlutirnir gerast hægt í þessum löndum, nú eru menn í fríi og að hafa það gott," segir Jóhann Berg.

Í viðtalinu útskýrir hann af hverju stig voru dregin af Al-Orobah og ræðir svo auðvitað um vináttulandsleikina framundan en Ísland mætir Skotlandi á föstudag og svo Norður-Írlandi næsta þriðjudag.
Athugasemdir
banner