Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   þri 03. júní 2025 18:58
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Jói Berg og Bruno ræddu um Sádi-Arabíu - „Ekki bara að hugsa um peningana“
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Mynd: EPA
Í dag tilkynnti Bruno Fernandes að hann hefði ákveðið að hafna risatilboði frá Sádi-Arabíu og vera áfram hjá Manchester United.

Eins og hefur verið fjallað um eru Bruno og Jóhann Berg Guðmundsson góðir vinir og fjölskyldur þeirra ná vel saman. Jóhann Berg var að klára tímabil með Al-Orobah í Sádi-Arabíu og þeir félagarnir hafa rætt málin.

„Við höfum auðvitað talað mikið um þetta. Hann átti frábært tímabil og við ræddum mikið um þetta. Það er erfitt þegar það eru svona peningar í spilinu en hann hefur enn hungur í að vera áfram í United og vill koma liðinu á þann stall sem liðið á að vera. Bara gríðarlega vel gert hjá honum að neita þessu og vera ekki bara að hugsa um peningana," segir Jóhann í samtali við Fótbolta.net.

Líklegt að maður verði áfram á þessum slóðum
Það gekk ýmislegt á hjá Al-Orobah á tímabilinu innan sem utan vallar, stig voru dregin af liðinu og það féll á endanum niður um deild. Samningur Jóhanns er að renna út og óvíst hvað tekur við.

„Það er verið að skoða þau mál. Ég átti ágætis tímabil persónulega, spilaði marga leiki og margt mínútur. Það er líklegt að maður verður á þessum slóðum áfram. En hlutirnir gerast hægt í þessum löndum, nú eru menn í fríi og að hafa það gott," segir Jóhann Berg.

Í viðtalinu útskýrir hann af hverju stig voru dregin af Al-Orobah og ræðir svo auðvitað um vináttulandsleikina framundan en Ísland mætir Skotlandi á föstudag og svo Norður-Írlandi næsta þriðjudag.
Athugasemdir