Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   þri 03. júní 2025 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn
Tobias Thomsen átti stórleik gegn Víkingum.
Tobias Thomsen átti stórleik gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Páll Hjaltested fór fyrir sóknarleik ÍBV.
Sverrir Páll Hjaltested fór fyrir sóknarleik ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron hefur verið að spila vel að undanförnu.
Aron hefur verið að spila vel að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og ÍBV eiga flesta fulltrúa í sterkasta liði 10. umferðar Bestu deildarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Breiðablik vann afar góðan sigur á Víkingum í stórleik umferðarinnar á Kópavogsvelli. Viktor Örn Margeirsson var maður leiksins og átti Tobias Thomsen stórleik einnig. Þá var Kristinn Steindórsson frábær í liði Blika.



ÍBV gerði góða ferð á Akranes þar sem Sverrir Páll Hjaltested var frábær. Vicente Valor lék vel í liði Eyjamanna og Þorlákur Árnason er þjálfari umferðarnnar. Hans menn hafa náð í tvo sigra eftir að tveir af þeirra bestu leikmönnum meiddust.

Valur er í þriðja sæti eftir sigur á Fram í gær. Þar var Bjarni Mark Duffield maður leiksins og Aron Jóhannsson lék einnig vel. Aron er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð.

Atli Hrafn Andrason átti frábæra innkomu í endurkomusigri KR á Vestra en þar lék Daði Berg Jónsson einnig vel. Það er spurning hvort Víkingur fari ekki að kalla hann til baka.

Árni Snær Ólafsson varði mark Stjörnunnar vel gegn KA og þá var Axel Óskar Andrésson góður í vörn Aftureldingar gegn FH.

Það er athyglisvert að átta af ellefu leikmönnum í þessu liði eru í fyrsta sinn í liði umferðarinnar í sumar.

Fyrri lið umferðarinnar:
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 15 9 3 3 39 - 20 +19 30
2.    Víkingur R. 15 9 3 3 27 - 16 +11 30
3.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner