Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   þri 03. júní 2025 15:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Húsavíkurvöllur óleikfær - Spilað í Boganum á morgun
Lengjudeildin
Pollar á PCC vellinum á Húsavík.
Pollar á PCC vellinum á Húsavík.
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Þór og Völsungur áttu að mætast á PCC vellinum á Húsavík annað kvöld en sá leikur hefur verið færður í Bogann á Akureyri.

Félögin komust að samkomulagi um víxlun á heimaleikjum og mun því seinni viðureign liðanna í Lengjudeildinni fara fram á Húsavík.

Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki frábær og þá eru framkvæmdir í gangi við völlinn á Húsavík, verið er að leggja nýtt gervigras og grasvöllurinn ekki í ákjósanlegu standi fyrir morgundaginn.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15 eins og fjórir aðrir leikir í deildinni.

6. umferðin í Lengjudeildinni
19:15 Njarðvík-Fjölnir (JBÓ völlurinn)
19:15 HK-Selfoss (Kórinn)
19:15 ÍR-Þróttur R. (AutoCenter-völlurinn)
19:15 Fylkir-Leiknir R. (tekk VÖLLURINN)
19:15 Þór-Völsungur (Boginn)
FRESTAÐ Grindavík-Keflavík (Stakkavíkurvöllur)

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 20 12 3 5 47 - 29 +18 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Völsungur 20 6 4 10 34 - 47 -13 22
8.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
9.    Selfoss 20 6 1 13 24 - 38 -14 19
10.    Grindavík 20 5 3 12 35 - 57 -22 18
11.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir
banner