Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 06. apríl 2021 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur stærri missi af Maguire en Kane
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ræðir hér við Harry Maguire.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ræðir hér við Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Gary Neville og Jamie Carragher fóru á kostum í gær þegar þeir ræddu um enska landsliðið í mánudagsþætti sínum á Sky Sports.

Líflegar umræður sköpuðust í þættinum en þeir völdu báðir leikmannahópa sína fyrir mótið.

Báðir völdu þeir Trent Alexander-Arnold og Jack Grealish í sinn hóp og einnig voru þeir sammála um að velja ekki Jadon Sancho og Jesse Lingard.

Neville, fyrrum bakvörður Manchester United, telur að Harry Maguire, fyrirliði Man Utd, sé mikilvægasti leikmaður hópsins þó Harry Kane sé besti leikmaðurinn.

„Það yrði mikið vandamál fyrir Gareth Southgate að missa Harry Maguire. Það yrði stærsta vandamálið," sagði Neville.

„Fyrir þennan hóp yrði það stærri missir að missa Maguire heldur en Kane."

Neville segir að Maguire verði að vera í hjarta varnarinnar ef England ætlar sér að vinna mótið.

„Ég held að það sé klárt vandamál ef Harry Kane meiðist. En það eru góðir möguleikar þarna. Það er hægt að spila Marcus Rashford fremst, Dominic Calvert-Lewin og Raheem Sterling sem 'falskri níu' og jafnvel Phil Foden. Það eru enn möguleikar fyrir England til að vinna leiki."

„En Ef Maguire meiðist þá gætum ekki lengur spilað með fjögurra manna vörn og gert það vel."

England er í riðli með Króatíu, Tékklandi og Skotlandi á EM í sumar.

Sjá einnig:
Neville og Carragher völdu enska liðið fyrir EM
Athugasemdir
banner
banner
banner