Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 06. maí 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea hafnaði tilboðum í Kante síðasta sumar - Silva framlengir
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante hefur verið í algjöru lykilhlutverki frá komu sinni til Chelsea og átti hann stórleik í gærkvöldi gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar

Chelsea vann leikinn 2-0 á heimavelli og átti Kante stóran þátt í báðum mörkunum. Hann var valinn sem besti maður vallarins og fékk mikið hrós fyrir frammistöðuna.

Ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að nokkur félög hafi reynt að kaupa Kante síðasta sumar en án árangurs. Hann segir félög hafa verið að bjóða yfir 50 milljón evrur í miðjumanninn en að Chelsea hafi strax hafnað öllum fyrirspurnum.

Kante er 30 ára gamall og á enn tvö ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea.

Þá greinir Romano einnig frá því að brasilíska goðsögnin Thiago Silva er að framlengja samning sinn við Chelsea um eitt ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner