Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 06. maí 2025 20:06
Elvar Geir Magnússon
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á laugardaginn verður fyrsti íþróttakappleikurinn í Grindavík í átján mánuði. Jarðhræringar og eldgosahrina hafa staðið yfir á Reykjanesskaganum en fótboltalið Grindavíkur ætlar að spila heimaleiki sína í Lengjudeild karla í bænum.

Gagnrýnisraddir hafa heyrst en Haukur Guðberg Einarsson, formaður fótboltadeildar Grindavíkur, segir að enginn sé í hættu þó spilað verði á heimavelli liðsins, Stakkavíkurvelli.

„Að mínu mati hefur verið æsifréttamennska gagnvart Grindavík síðustu mánuði. Grindavík er í dag opin fyrir öllum og búið að girða af hættusvæði," segir Haukur en völlurinn hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum í jarðhræringunum.

„Völlurinn er bara frábær. Það hefur ekki rúllað fótbolti hérna í átján mánuði svo hann hefur heldur betur fengið að jafna sig. Það er búið að skanna völlinn tvisvar og það er allt í toppmálum."

Á laugardaginn verður fyrsti heimaleikur Grindavíkur en Fjölnismenn koma í heimsókn klukkan 16.

„Þessi dagur er stærsti dagurinn fyrir mig sem formaður Grindavíkur. Mér finnst stór sigur unninn þegar ég sé boltann rúlla á grasinu fyrir aftan mig. Þetta er mjög stór stund fyrir mig og ég er mjög stoltur."

„Þetta er bærinn okkar. Við erum Grindvíkingar og ég trúi ekki öðru en fólk mæti á leiki. Allir gestir eru meira en velkomnir til Grindavíkur, við höfum alltaf tekið vel á móti gestum. Ég er mjög þakklátur í dag. Við höfum staðið storma af okkur í marga mánuði og við ætlum að lifa og njóta," segir Haukur í innslagi sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan.

Livey sýnir leiki Lengjudeildarinnar í beinni útsendingu
Athugasemdir
banner