Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   þri 06. maí 2025 20:06
Elvar Geir Magnússon
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á laugardaginn verður fyrsti íþróttakappleikurinn í Grindavík í átján mánuði. Jarðhræringar og eldgosahrina hafa staðið yfir á Reykjanesskaganum en fótboltalið Grindavíkur ætlar að spila heimaleiki sína í Lengjudeild karla í bænum.

Gagnrýnisraddir hafa heyrst en Haukur Guðberg Einarsson, formaður fótboltadeildar Grindavíkur, segir að enginn sé í hættu þó spilað verði á heimavelli liðsins, Stakkavíkurvelli.

„Að mínu mati hefur verið æsifréttamennska gagnvart Grindavík síðustu mánuði. Grindavík er í dag opin fyrir öllum og búið að girða af hættusvæði," segir Haukur en völlurinn hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum í jarðhræringunum.

„Völlurinn er bara frábær. Það hefur ekki rúllað fótbolti hérna í átján mánuði svo hann hefur heldur betur fengið að jafna sig. Það er búið að skanna völlinn tvisvar og það er allt í toppmálum."

Á laugardaginn verður fyrsti heimaleikur Grindavíkur en Fjölnismenn koma í heimsókn klukkan 16.

„Þessi dagur er stærsti dagurinn fyrir mig sem formaður Grindavíkur. Mér finnst stór sigur unninn þegar ég sé boltann rúlla á grasinu fyrir aftan mig. Þetta er mjög stór stund fyrir mig og ég er mjög stoltur."

„Þetta er bærinn okkar. Við erum Grindvíkingar og ég trúi ekki öðru en fólk mæti á leiki. Allir gestir eru meira en velkomnir til Grindavíkur, við höfum alltaf tekið vel á móti gestum. Ég er mjög þakklátur í dag. Við höfum staðið storma af okkur í marga mánuði og við ætlum að lifa og njóta," segir Haukur í innslagi sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan.

Livey sýnir leiki Lengjudeildarinnar í beinni útsendingu
Athugasemdir
banner
banner