
Á laugardaginn verður fyrsti íþróttakappleikurinn í Grindavík í átján mánuði. Jarðhræringar og eldgosahrina hafa staðið yfir á Reykjanesskaganum en fótboltalið Grindavíkur ætlar að spila heimaleiki sína í Lengjudeild karla í bænum.
Gagnrýnisraddir hafa heyrst en Haukur Guðberg Einarsson, formaður fótboltadeildar Grindavíkur, segir að enginn sé í hættu þó spilað verði á heimavelli liðsins, Stakkavíkurvelli.
„Að mínu mati hefur verið æsifréttamennska gagnvart Grindavík síðustu mánuði. Grindavík er í dag opin fyrir öllum og búið að girða af hættusvæði," segir Haukur en völlurinn hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum í jarðhræringunum.
„Völlurinn er bara frábær. Það hefur ekki rúllað fótbolti hérna í átján mánuði svo hann hefur heldur betur fengið að jafna sig. Það er búið að skanna völlinn tvisvar og það er allt í toppmálum."
Gagnrýnisraddir hafa heyrst en Haukur Guðberg Einarsson, formaður fótboltadeildar Grindavíkur, segir að enginn sé í hættu þó spilað verði á heimavelli liðsins, Stakkavíkurvelli.
„Að mínu mati hefur verið æsifréttamennska gagnvart Grindavík síðustu mánuði. Grindavík er í dag opin fyrir öllum og búið að girða af hættusvæði," segir Haukur en völlurinn hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum í jarðhræringunum.
„Völlurinn er bara frábær. Það hefur ekki rúllað fótbolti hérna í átján mánuði svo hann hefur heldur betur fengið að jafna sig. Það er búið að skanna völlinn tvisvar og það er allt í toppmálum."
Á laugardaginn verður fyrsti heimaleikur Grindavíkur en Fjölnismenn koma í heimsókn klukkan 16.
„Þessi dagur er stærsti dagurinn fyrir mig sem formaður Grindavíkur. Mér finnst stór sigur unninn þegar ég sé boltann rúlla á grasinu fyrir aftan mig. Þetta er mjög stór stund fyrir mig og ég er mjög stoltur."
„Þetta er bærinn okkar. Við erum Grindvíkingar og ég trúi ekki öðru en fólk mæti á leiki. Allir gestir eru meira en velkomnir til Grindavíkur, við höfum alltaf tekið vel á móti gestum. Ég er mjög þakklátur í dag. Við höfum staðið storma af okkur í marga mánuði og við ætlum að lifa og njóta," segir Haukur í innslagi sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan.
Livey sýnir leiki Lengjudeildarinnar í beinni útsendingu
Athugasemdir