Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   þri 06. maí 2025 20:06
Elvar Geir Magnússon
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á laugardaginn verður fyrsti íþróttakappleikurinn í Grindavík í átján mánuði. Jarðhræringar og eldgosahrina hafa staðið yfir á Reykjanesskaganum en fótboltalið Grindavíkur ætlar að spila heimaleiki sína í Lengjudeild karla í bænum.

Gagnrýnisraddir hafa heyrst en Haukur Guðberg Einarsson, formaður fótboltadeildar Grindavíkur, segir að enginn sé í hættu þó spilað verði á heimavelli liðsins, Stakkavíkurvelli.

„Að mínu mati hefur verið æsifréttamennska gagnvart Grindavík síðustu mánuði. Grindavík er í dag opin fyrir öllum og búið að girða af hættusvæði," segir Haukur en völlurinn hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum í jarðhræringunum.

„Völlurinn er bara frábær. Það hefur ekki rúllað fótbolti hérna í átján mánuði svo hann hefur heldur betur fengið að jafna sig. Það er búið að skanna völlinn tvisvar og það er allt í toppmálum."

Á laugardaginn verður fyrsti heimaleikur Grindavíkur en Fjölnismenn koma í heimsókn klukkan 16.

„Þessi dagur er stærsti dagurinn fyrir mig sem formaður Grindavíkur. Mér finnst stór sigur unninn þegar ég sé boltann rúlla á grasinu fyrir aftan mig. Þetta er mjög stór stund fyrir mig og ég er mjög stoltur."

„Þetta er bærinn okkar. Við erum Grindvíkingar og ég trúi ekki öðru en fólk mæti á leiki. Allir gestir eru meira en velkomnir til Grindavíkur, við höfum alltaf tekið vel á móti gestum. Ég er mjög þakklátur í dag. Við höfum staðið storma af okkur í marga mánuði og við ætlum að lifa og njóta," segir Haukur í innslagi sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan.

Livey sýnir leiki Lengjudeildarinnar í beinni útsendingu
Athugasemdir
banner