Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 14:18
Elvar Geir Magnússon
Wembley
Nýju mennirnir mættir á æfingu á Wembley
Icelandair
Logi Tómasson á Wembley.
Logi Tómasson á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum er íslenska landsliðið að æfa á Wembley, leikvangnum magnaða þar sem England og Ísland mætast í vináttulandsleik annað kvöld.

Það er uppselt á leikinn, 90 þúsund áhorfendur munu fylla völlinn og um 600 Íslendingar mæta og taka Víkingaklappið.

Þrjár breytingar hafa verið gerðar frá upphaflega hópnum og nýju mennirnir þrír voru allir mættir á æfinguna; Sævar Atli Magnússon, Logi Tómasson og Valgeir Lunddal Friðriksson.

Orri Steinn Óskarsson, Mikael Egill Ellertsson og Hlynur Freyr Karlsson þurftu að draga sig út vegna meiðsla.

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ er mættur til London og fylgdist með æfingunni ásamt starfandi framkvæmdastjóra og yfirmanni fótboltamála, Jörundi Áka Sveinssyni.

Á eftir verður fréttamannafundur þar sem Age Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson munu sitja fyrir svörum á Wembley.
Athugasemdir
banner