Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. júlí 2021 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afturelding fær hollenskan kantmann (Staðfest)
Mynd: Afturelding
Afturelding hefur styrkt sig fyrir átökin í seinni hluta Lengjudeildar kvenna í sumar.

Afturelding hefur samið við hollenska kantmanninn Rachel Van Netten um að leika með liðinu út tímabilið hið minnsta.

Rachel kemur til liðsins frá Telstar í Hollandi en hún var þar á láni frá úrvalsdeildarliði VV Alkmaar. Hjá Telstar spilaði hún 29 leiki, skoraði 14 mörk og lagði upp sex. Þá lék hún sinn fyrsta leik í hollensku úrvalsdeildinni aðeins 17 ára að aldri.

„Rachel er fædd árið 2001, hún er teknískur leikmaður með góðan leikskilning og góð skot," segir í tilkynningu Aftureldingar.

„Afturelding bindur miklar vonir við Rachel og vill bjóða hana Welkom til félagsins!"

Afturelding situr sem stendur í öðru sæti Lengjudeildar kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner