þri 06. september 2022 08:00
Fótbolti.net
Sterkasta lið 20. umferðar - Atli Sigurjóns í fimmta sinn
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram.
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Dagur Dan Þórhallsson.
Dagur Dan Þórhallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis.
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjórir af sex leikjum 20. umferðar Bestu deildarinnar enduðu með jafntefli. Það voru aðeins Breiðablik og Keflavík sem fögnuðu sigrum í umferðinni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar eftir 1-0 sigur Breiðabliks gegn Val. Dagur Dan Þórhallsson var valinn maður leiksins en auk hans eru Andri Rafn Yeoman og Gísli Eyjólfsson í Sterkasta liði umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar. Breiðablik þaggaði niður í öllum vangaveltum um að þeir myndu 'brotna' niður eftir skellinn gegn Víkingum í bikarnum.

Adam Ægir Pálsson lagði upp bæði mörk Keflavíkur sem vann 2-0 útisigur gegn Stjörnunni.



Í marki úrvalsliðsins er Viktor Freyr Sigurðsson í Leikni sem átti geggjaða vítavörslu gegn FH í uppbótartíma. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Alex Freyr Elísson í Fram var maður leiksins í 2-2 jafntefli gegn KA þar sem hann hélt Nökkva niðri og Albert Hafsteinsson er einnig í úrvalsliðinu.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrra mark ÍBV í 2-2 jafntefli gegn Víkingi. Elvis Bwomono er einnig í úrvalsliðinu.

Eyþór Aron Wöhler var frábær í liði ÍA sem gerði 4-4 jafntefli gegn KR í ótrúlegum leik. Tvö mörk og stoðsending frá Eyþóri. Atli Sigurjónsson hefur verið besti leikmaður KR í sumar og skoraði tvö mörk í leiknum. Atli hefur fimm sinnum verið valinn í lið umferðarinnar.

Í Innkastinu sem tekið verður upp í dag verður opinberað hver sé leikmaður umferðarinnar.

Sjá einnig:
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner