Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. ágúst 2022 11:20
Fótbolti.net
Sterkasta lið 19. umferðar - Andri Rúnar leikmaður umferðarinnar
Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður ÍBV.
Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarki Jósepsson.
Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
19. umferð Bestu deildarinnar lauk í gær. Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar er Andri Rúnar Bjarnason í ÍBV sem skoraði tvívegis í ákaflega mikilvægum 3-1 sigri gegn Stjörnunni.

Arnar Breki Gunnarsson skoraði þriðja mark Eyjamanna og hefur hlotið verðskuldað lof. Hann hefur verið mjög öflugur fyrir liðið og er einnig í úrvalsliðinu.



Víkingur fór norður á Akureyri og vann 3-2 sigur í stórskemmtilegum leik. Þetta var stórleikur umferðarinnar og Arnar Gunnlaugsson er þjálfari umferðarinnar.

Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sitt sautjánda mark, og það var stórglæsilegt, og er í níunda sinn í liði umferðarinnar. Pablo Punyed var með stóíska ró á miðju Víkings.

Frederik Schram markvörður Vals var valinn maður leiksins i 1-1 jafntefli gegn Fram. Alex Freyr Elísson í Fram er einnig í úrvalsliðinu.

Miðverðir ÍA eru í liðinu eftir svakalega mikilvægan 1-0 útisigur gegn Keflavík þar sem sigurmarkið kom í lok leiksins. Aron Bjarki Jósepsson var valinn maður leiksins og Tobias Stagaard bjargaði á línu þegar staðan var markalaus.

Davíð Ingvarsson, Gísli Eyjólfsson og Jason Daði Svanþórsson í Breiðabliki eru allir í úrvalsliðinu eftir öruggan 4-0 sigur gegn Leikni sem færðist niður í neðsta sæti.

Sjá einnig:
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Leikmenn umferðarinnar:
18. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
17. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Innkastið - Uppgjör á slóðum séra Friðriks
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner