Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. ágúst 2022 00:40
Fótbolti.net
Sterkasta lið 18. umferðar - Höskuldur í sjötta sinn og Nökkvi áttunda
Zean Dalugge, danski sóknarmaðurinn í Leikni.
Zean Dalugge, danski sóknarmaðurinn í Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er valinn í sjötta sinn.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er valinn í sjötta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik er með sex stiga forystu á KA á toppi Bestu deildar karla en 18. umferðin er að baki. Hér má sjá Sterkasta lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar en í Innkastinu verður opinberað hver er leikmaður umferðarinnar.

Þjálfari umferðarinnar er Jón Þór Hauksson hjá ÍA en Skagamenn unnu langþráðan sigur þegar þeir unnu ÍBV. Aron Bjarki Jósepsson setti tóninn í varnarleiknum en hinn sextán ára gamli Haukur Andri Haraldsson tók fyrirsagnirnar með því að skora sigurmarkið í 2-1 sigri.



Þrjú neðstu lið deildarinnar unnu öll í umferðinni. FH vann 3-0 sigur gegn tíu Keflvíkingu, fyrsti deildarsigurinn eftir að Eiður Smári Guðjohnsen tók við. Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvö mörk og var maður leiksins en auk hans kemst Ólafur Guðmundsson í úrvalsliðið.

Leiknir vann KR 4-3 í stórskemmtilegum leik í Breiðholtinu. Besti maður vallarins var danski sóknarmaðurinn Zean Dalugge sem gerði KR-ingum lífið leitt og skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.

KA heldur áfram á geggjaðri siglingu og vann verðskuldaðan 4-2 útisigur. Nökkvi Þeyr Þórisson er óstöðvandi og skoraði þrennu í leiknum. Elfar Árni Aðalsteinsson krækti í tvö víti og Daníel Hafsteinsson var frábær á miðsvæðinu.

Breiðablik vann faglegan 2-0 útisigur gegn Fram þar sem fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var valinn maður leiksins. Viktor Karl Einarsson er með honum í liði umferðarinnar.

Þá var Frederik Schram, markvörður Vals, í miklu stuði í 2-2 jafntefli gegn Víkingi. Hann varði meðal annars úr dauðafæri í blálokin.

Sjá einnig:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner