Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fös 06. september 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Gagnrýnir varnarleikinn - „Örugglega allir orðnir þreyttir á að hlusta á þetta“
Icelandair
Kári talaði um Loga Tómasson og bakvarðarstöðuna
Kári talaði um Loga Tómasson og bakvarðarstöðuna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Orri Steinn skoraði gott mark
Orri Steinn skoraði gott mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spekingarnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru ekkert sérstaklega hrifnir af varnarleik Íslands í fyrri hálfleiknum gegn Svartfjallalandi, en í enn eitt skiptið nefndi Kári hlut ákveðin hlut sem hann er ósáttur með.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Íslenska liðið er í 1-0 forystu gegn Svartfjallalandi þökk sé marki Orra Steins Óskarssonar undir lok hálfleiksins.

Fram að því hafði þetta verið nokkuð jafnt en það voru atriði í leiknum sem Kári hefur nefnt áður.

Logi Tómasson, sem er að spila í vinstri bakverðinum, leyfði oft vængmanninum að teikna fyrirgjafir inn í teiginn og virkar þetta vera hluti af leikskipulagi Åge Hareide. Logi færði sig frekar við teigshornið eða aftar í stað þess að setja pressu á manninn.

Kári segist ekki skilja það af hverju bakvörðurinn er ekki látinn fara í manninn.

„Það eru örugglega allir orðnir þreyttir á að hlusta á þetta en ég held áfram að tala um þetta þangað til þetta lagast.“

„Það er greinilega búið að segja þetta. Logi er ekki að fara gera neitt í þessari stöðu og þetta er svo rosalega passíft. Hann verður að fara út í manninn og reyna að loka á fyrirgjöfina. Það var annað atriði þar sem þeir náðu seinni boltanum líka. Það er eins og það sé einhver hræðsla að fara út í manninn. Tilgangurinn að hafa Loga þarna er enginn.“

„Hann verður að fara í manninn. Allt í lagi ef hann nær ekki að blokka en hann verður að trufla fyrirgjöfina. Maðurinn getur bara stillt upp boltanum og teiknað hann hvert sem hann vill. Við köllum þetta ákveðið svæði í meinum heimaklúbbi. Við viljum ekki hafa leikmenn þarna nánast. Þeir verða að vera utar, því það er enginn að fara skora þarna,“
sagði Kári.

Lárus var sammála Kára í þessu en hann segir ekki vera neitt vit í þessu ef menn í teignum geti ekki skallað boltann frá.

„Þetta er greinilega sett svona upp hjá landsliðinu og svona vill landsliðsþjálfari Íslands spila. Hann er að fjölga mönnum inn í teignum, haldandi það að þetta verði betra fyrir okkur en það skiptir ekki máli hvað þú ert með marga inn á teignum þegar það fer enginn í boltann.“

Kári hrósaði Sölva Geir Ottesen, samstarfsmanni sínum hjá Víkingi, fyrir hans þátt í föstu leikatriðunum en eitt slíkt skilaði markinu sem Orri skoraði.

„Þetta er hans hugarfóstur og það er að skila sér. Þetta skiptir bara gríðarlega miklu máli og við höfum ekki verið góðir í föstum hingað til. Þeir eru búnir að fá tvö horn og skapa tvær hættur, þar á meðal eitt mark.“
Athugasemdir
banner
banner
banner