Thomas Tuchel hefur ákveðið að velja Jude Bellingham aftur í enska landsliðið samkvæmt heimildum Guardian. Athygli vakti að Bellingham var ekki í síðasta landsliðshóp í októberleikjunum.
Bellingham var þá ekki í sínu besta formi enda nýkominn til leiks eftir að hafa gengist undir aðgerð á öxl. Þrátt fyrir það þóttu þetta stórar fréttir enda Bellingham talinn burðarás í enska liðinu.
Tuchel sagði þá að Bellingham hefði viljað vera valinn en hann hefði ákveðið að halda tryggð við þá leikmenn sem hefðu staðið sig vel í landsliðsglugganum á undan.
Bellingham var þá ekki í sínu besta formi enda nýkominn til leiks eftir að hafa gengist undir aðgerð á öxl. Þrátt fyrir það þóttu þetta stórar fréttir enda Bellingham talinn burðarás í enska liðinu.
Tuchel sagði þá að Bellingham hefði viljað vera valinn en hann hefði ákveðið að halda tryggð við þá leikmenn sem hefðu staðið sig vel í landsliðsglugganum á undan.
Það er mikil samkeppni um sæti í enska landsliðinu en liðið er að fara að mæta Serbíu og Albaníu í undankeppni HM. Thomas Tuchel tilkynnir hóp sinn á morgun.
Athugasemdir

