Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 07. janúar 2020 10:15
Elvar Geir Magnússon
Pogba búinn í aðgerð
Mynd: Instagram
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, er búinn í aðgerð á ökkla.

Meiðsli hafa gert það að verkum að hann hefur aðeins spilað átta leiki í öllum keppnum á þessu tímabili.

Hann missti af þremur mánuðum eftir 1-1 jafntefli gegn Arsenal í september

Hann spilaði aðeins um jólatörninni en varð svo fyrir nýjum meiðslum á ökkla og hefur farið undir hnífinn.

Pogba birti á Instagram í dag myndir af sér á sjúkrahúsi áður en hann gekkst undir aðgerðina.

Búist er við því að hann verði frá í um fjórar vikur.

Framtíð Pogba hefur mikið verið í umræðunni en enn er verið að orða hann við Real Madrid og Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner