Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. janúar 2022 12:10
Elvar Geir Magnússon
Milos tekur við stærsta félaginu í Svíþjóð (Staðfest)
Milos er að taka við stærsta félaginu í Svíþjóð.
Milos er að taka við stærsta félaginu í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic er tekinn við sem þjálfari Malmö. Frá því er greint á samfélagsmiðlum félagsins. Malmö er sænskur meistari og er sigursælasta félag landsins.

Hann tekur við liðinu af Jon Dahl Tomasson, fyrrum landsliðsmanni Dana, sem lét af störfum eftir tveggja ára starf en Malmö varð meistari bæði árin undir hans stjórn.

Milos er fyrrum þjálfari Breiðabliks og Víkings en hann stýrði síðast Hammarby í Svíþjóð. Hann var látinn fara þar sem félagið taldi að Milos hefði farið á bak við það með því að ferðast til Noregs í viðræður við Rosenborg.

Milos er fæddur í Serbíu en er einnig með íslenskt ríkisfang en hann hefur verið að gera áhugaverða hluti á þjálfaraferlinum. Hann var einn af aðstoðarþjálfurum Rauðu Stjörnunnar í Belgrad 2019-2021.

Hér á landi var hann leikmaður með Hamri í Hveragerði, Ægi í Þorlákshöfn og Víkingi í Reykjavík áður en hann fór út í þjálfun.
Athugasemdir
banner
banner
banner