Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 23:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fletcher stýrir United um helgina - „Séð mun verri atvik í úrvalsdeildinni"
Lisandro Martinez
Lisandro Martinez
Mynd: EPA
Darren Fletcher staðfesti eftir leik Man Utd gegn Burnley í kvöld sem endaði með 2-2 jafntefli að hann muni stýra liðinu gegn Brighton á Old Trafford í enska bikarnum á sunnudaginn.

Fletcher var gríðarlega vonsvikinn eftir leikinn í kvöld.

„Það eru gríðarleg vonbrigði að þetta hafi endað með jafntefli miðað við gang leiksins, sköpuð færi, bjargað á línu, mark dæmt af og þrjátiú skot. Við sköpuðum meira en nóg til að vinna svo þetta er augljóslega svekkjandi þegar þú nærð aðeins í stig," sagði Fletcher.

Lisandro Martinez virtist vera jafna metin eftir hálftíma leik en markið var dæmt af þar sem hann var dæmdur brotlegur.

„Það leit út fyrir að venjulegir hlutir voru að gerast eins og í öllum hornum svo þessi niðurstaða kom á óvart. Ég hef séð mun verri atvik í úrvalsdeildinni nánast í hverju einasta fasta leikatriði. Við verðum að sætta okkur við þetta en við vorum mjög pirraðir," sagði Fletcher.
Athugasemdir
banner
banner
banner