Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mið 07. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tjáir sig um ummæli Lennart Karl - „Aldrei vandamál"
Mynd: EPA
Hinn 17 ára gamli Lennart Karl, leikmaður Bayern, reitti stuðningsmenn þýska liðsins til reiði þegar hann lét það út úr sér að honum dreymdi um að spila fyrir Real Madrid.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður en hann hefur sprungið út á þessu tímabili og komið að átta mörkum í 22 leikjum.

Max Eberl, yfirmaður fótboltamála hjá Bayern, tjáði sig um Karl.

„17 ára einstaklingur má gera mistök. Hann kom til okkar daginn eftir og sagði: 'Ég held að ég hafi sagt eitthvað sem var óviðeigandi'. Málinu er lokið af okkar hálfu, þetta var aldrei vandamál. Hann sýnir sig á vellinum," sagði Eberl.
Athugasemdir
banner
banner
banner