Þýska ungstirnið Lennart Karl hefur verið að gera magnaða hluti með aðalliði FC Bayern þrátt fyrir ungan aldur.
Karl er 17 ára gamall sóknartengiliður sem er augljóslega með gríðarlega mikinn metnað. Hann hefur komið að 8 mörkum í 22 keppnisleikjum það sem af er tímabils og var spurður út í framtíðaráform sín á ferlinum.
„Bayern er mjög, mjög stórt félag og það er algjör draumur að spila hérna, en á einhverjum tímapunkti vil ég fara til Real Madrid," sagði Karl, sem er uppalinn hjá Eintracht Frankfurt og Viktoria Aschaffenburg.
Karl, sem á 16 mörk í 26 leikjum fyrir yngri landslið Þýskalands, er með tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Bayern.
„Real Madrid er draumafélagið mitt. Bayern er samt stórkostlegt félag og það er virkilega gaman að vera hérna."
Athugasemdir



