Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 07. febrúar 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp í Íslendingaslag
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska Íslendingaliðið Lyngby býr sig undir komandi átök í úrvalsdeildinni í æfingaferð í Portúgal, þar tekur liðið þátt í Atlantic Cup æfingamótinu.

Lyngby, sem Freyr Alexandesson þjálfar, mætti öðru Íslendingaliði í dag, sænska liðinu Elfsborg.

Elfsborg vann 4-3 sigur í leiknum en Sævar Atli, sem kom inn sem varamaður, hafði komið Lyngby 3-2 yfir á 80. mínútu leiksins. Sænska liðið hafði þó betur með tveimur mörkum í lokin.

Hákon Rafn Valdimarsson markvörður spilaði ekki með Elfsborg í dag en Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum og fékk frábært tækifæri til að skora en skaut framhjá.

Kolbeinn Birgir Finnsson, sem gekk í raðir Lyngby í vetur, var í byrjunarliðinu líkt og Alfreð Finnbogason. Alfreð lagði upp fyrsta mark leiksins.
Athugasemdir
banner
banner