Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 09:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jakob Gunnar í Þrótt frá KR (Staðfest)
Lengjudeildin
Jakob Gunnar Sigurðsson.
Jakob Gunnar Sigurðsson.
Mynd: Þróttur R.
Húsvíkingurinn Jakob Gunnar Sigurðsson hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti á þessu tímabili. Hann kemur þangað á láni frá KR.

Jakob er uppalinn í Völsungi og vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann gerði 25 mörk í 22 leikjum í 2. deildinni. Hann var valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Jakob er fæddur 2007 og á að baki leiki með bæði U16 og U17 ára landsliðum Íslands.

Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, segir: „Við fögnum því að fá Jakob til liðs við okkur á þessu tímabili. Hann er efnilegur leikmaður, mjög eftirsóttur og mun auka bæði breidd og styrk í leikmannahóp okkar liðs."
Athugasemdir
banner
banner
banner