KSÍ hefur hafnað ósk Vals og HK um að leikur liðanna í Lengjubikarnum fari fram á Valsvelli á fimmtudag. Ástæðan er sú að búið er að setja stuðla á leikinn á erlendum veðmálasíðum.
Um er að ræða heimaleik HK en hann á að fara fram í Kórnum. Bæði lið höfðu hins vegar áhuga á að færa leikinn og spila á Valsvelli þar sem gervigrasið þar er betra.
Um er að ræða heimaleik HK en hann á að fara fram í Kórnum. Bæði lið höfðu hins vegar áhuga á að færa leikinn og spila á Valsvelli þar sem gervigrasið þar er betra.
Félögin skoðuðu veðurspána fyrir fimmtudaginn og þar sem hún var góð var ákveðið að óska eftir breytingu á leikstað í morgun.
KSÍ neitaði hins vegar þar sem erlend veðmála fyrirtæki eru búin að setja stuðla á leikinn og stuðlarnir miðast við að HK sé á heimavelli.
„Mér finnst helvíti hart að það sé ekki hugsað um félögin heldur sé verið að hugsa um erlendar veðmálasíður úti í heimi og að þær gangi fyrir," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Leikur HK og Vals hefst klukkan 18:00 á fimmtudag en leikið verður í Kórnum eftir að þessari breytingu á leikstað var hafnað.
Athugasemdir