Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   lau 07. maí 2022 10:05
Sverrir Örn Einarsson
Dofri: Allir Fjölnismenn að fara að græða á þessu tímabili
Lengjudeildin
Dofri Snorrason
Dofri Snorrason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara gott að koma hingað og klára. Þetta er heldur betur erfiður völlur að koma á og ekkert bestu aðstæður í dag. Við fórum í öðruvísi gír og "grinduðum" þetta og komum öflugir í seinni hálfleikinn og það er það sem skilaði sigri.“
Sagði Dofri Snorrason um sín fyrstu viðbrögð eftir 3-0 sigur Fjölnis á Þrótti Vogum í gærkvöldi.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  3 Fjölnir

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn fengu jafnvel hættulegri færi en grafarvogspiltar en í þeim seinni tóku gestirnir öll völd á vellinum

„Þeir fengu eitt færi en ég held að við höfum líka fengið tvö góð færi til að skora. Við vorum bara þokkalega sáttir að fara 0-0 inn í hálfleik því við vissum hvað biði okkar í þeim síðari með vindinn í bakið.“

Dofri sem er einn af reynsluboltunum í liði Fjölnis var spurður hvernig hann mæti liðið samanborið við liðið í fyrra en Fjölnismenn hafa gengið í gegnum talsverðar breytingar í vetur.

„Þetta er öðruvísi, það er verið að vinna ákveðna vinnu og byggja upp. Þetta er yngra lið og það er markvisst verið að vinna að því að hafa hópinn tilbúinn þegar hann fer upp og þetta eru þvílíkt mikilvægar mínútur sem ungu strákarnir eru að fá núna í þessum leikjum og það eru allir Fjölnismenn að fara að græða á þessu tímabili.“

Sagði Dofri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner