Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. júní 2022 14:59
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Völdu landslið Bestu deildarinnar
Ingvar Jónsson er í markinu.
Ingvar Jónsson er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 síðasta laugardag setti Elvar Geir það verkefni til gamans fyrir Tómas Þór að setja saman sérstakt landslið Bestu deildarinnar.

Tómas valdi Ingvar Jónsson (Víkingur) í markið og í vörninni voru Óli Valur Ómasson (Stjarnan), Damir Muminovic (Breiðablik), Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) og Davíð Ingvarsson (Breiðablik).

Á miðvæðinu Júlíus Magnússon (Víkingur), Viktor Örlygur Andrason (Víkingur) og Gísli Eyjólfsson (Breiðablik).

Í sóknarlínunni þeir Kristall Máni Ingason (Víkingur), Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) og Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik).

Áður hafði Elvar látið Sæbjörn Steinke setja saman sitt lið og var það keimlíkt því sem Tómas valdi. Sæbjörn var hinsvegar með Höskuld Gunnlaugsson (Breiðablik), Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) og Daníel Hafsteinsson (KA) í sínu liði.

Þess má geta að Júlíus, Höskuldur, Damir og Jason Daði hafa allir verið kallaðir upp í A-landsliðið núna fyrir komandi vináttulandsleik gegn San Marínó.
Útvarpsþátturinn - Ísland, þjálfaramál og Selfoss
Athugasemdir
banner
banner