Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 10:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bara réttfættir í varnarlínunni
Marc Guehi
Marc Guehi
Mynd: Getty Images
Englendingar búast við því að Marc Guehi muni spila við hlið John Stones í hjarta varnarinnar þegar England mætir Serbíu í fyrsta leik á EM þann 16. júní.

Gareth Southgate er með níu varnarmenn í hópnum en einungis einn þeirra er örvfættur. Það er Luke Shaw sem verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi gegn Dönum í öðrum leik riðlakeppninnar.

John Stones, Kyle Walker, Trent Alexander-Arnold, Kieran Trippier, Lewis Dunk, Marc Guehi, Joe Gomez og Ezri Konsa eru allir réttfættir.

Fyrir aftan varnarlínuna er svo Jordan Pickford sem er örvfættur.

Það kom á óvart að Jarrad Branthwaite sem átti flott tímabil með Everton væri ekki í hópnum en Southgate valdi aðra fram örvfætta miðvörðinn.

Guehi lék á mánudag sinn 10. landsleik fyrir England. England mætir Íslandi í lokaleiknum fyrir EM í kvöld á Wembley og má búast við því að þeir Walker, Stones, Guehi og Trippier verði í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner