Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 20:38
Elvar Geir Magnússon
London
Grealish í sjokki og liðsfélagarnir hissa - Rétt ákvörðun?
Grealish komst óvænt ekki í lokahópinn.
Grealish komst óvænt ekki í lokahópinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eberechi Eze er mikill skemmtikraftur.
Eberechi Eze er mikill skemmtikraftur.
Mynd: EPA
Uppgangur Adam Wharton hefur verið aðdáunarverður.
Uppgangur Adam Wharton hefur verið aðdáunarverður.
Mynd: Getty Images
Gareth Soutgate og Ivan Toney.
Gareth Soutgate og Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Telegraph segir Jack Grealish leikmann Manchester City vera í sjokki yfir þeirri ákvörðun Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands að velja sig ekki í lokahópinn fyrir EM.

Sagt er að liðsfélagar hans séu hissa og einn af þeim hafi gefið sig á tal við Southgate vegna ákvörðunarinnar.

„Allir leikmennirnir sem voru teknir út tóku ákvörðuninni af virðingu. Allir telja sig eiga heima í þessum hópi og þess vegna eru þeir toppleikmenn. Þeir eru með sjálfstraust og hugarfar í takt við það. En staðreyndin er sú að við erum með leikmenn sem hafa spilað gríðarlega vel í deildinni allt tímabilið," sagði Southgate á fréttamannafundi hér í London í dag.

„Okkar mat er bara að aðrir leikmenn áttu öflugra tímabil, sérstaklega þegar við horfum til síðustu sex mánaða eða svo."

Segir rétta ákvörðun að velja ekki Grealish
Phil McNulty yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC segir Southgate hafa fengið gagnrýni áður fyrr fyrir að sína sínum leikmönnum of mikla tryggð og lesa ekki mikið í hvaða leikmenn séu heitastir hverju sinni. Það sé ekki hægt að gagnrýna hann fyrir það eftir þetta val.

„Það er hægt að rökstyðja það að Jarrad Branthwaite hefði átt að vera valinn frekar en Lewis Dunk en að öðru leyti hefur Southgate verið óhræddur við að taka stórar ákvarðanir sem eru réttar," segir McNulty.

„Mest er rætt um að Jack Grealish var ekki valinn. En hefur hann spilað nægilega vel á þessu tímabili til að vera valinn frekar en Eberechi Eze hjá Crystal Palace, Anthony Gordon hjá Newcastle eða hinn stöðugt frábæri Mark Bowen hjá West Ham? Svarið er nei."

Að sama skapi telur McNulty það hafa verið rétt að velja ekki James Maddison. Í nóvember hefði hann verið augljóslega valinn en eins og staðan sé núna sé ekki rétt að gera það.

„Southgate hefur svaraið gagnrýnendum sínum og tekið strembnar ákvarðanir sem eru réttar þegar málin eru skoðuð," segir McNulty.

Guardiola var efins um Grealish
Uppgangur Adam Wharton, leikmanns Crystal Palace, hefur verið aðdáunarverður. Miðjumaðurinn tvítugi spilaði fyrri hluta liðins tímabils með Blackburn Rovers i Championship-deildinni en var keyptur til Palace í lok janúargluggans.

„Glæsileg frammistaða hans gegn Bosníu í Newcastle á mánudaginn svaraði öllum spurningum sem Southgate hafi. Yfirvegun og öryggi hans á boltann og útsjónarsemi sannfærði landsliðsþjálfarann um að hann ætti að fara til Þýskalands. Hann hefur heillað Southgate og hans teymi."

„Eze fellur í sama flokk. Spennandi og óttalaus. Einmitt það sem þarf á stórmóti. Að hann sé valinn framyfir Grealish, sem er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna enska landsliðsins, vekur mikið umtal og rökræður. En frá fótboltalegu sjónarmiði er rétt að velja Eze miðað við frammistöðu í lok tímabils. Ef Pep Guardiola var ósannfærður um Grealish, af hverju ætti Southgate að finnast eitthvað annað?"

Harry Maguire var ekki valinn en ástæðan fyrir því eru meiðsli varnarmannsins. Southgate hefur alltaf lagt traust sitt á Maguire en hans fjarvera er högg fyrir stjórann. Marc Guehi er nú líklegur til að vera við hlið John Stones í miðverðinum með Joe Gomez og Ezri Konsa sem varakosti.

„Það verður mikið rætt og ritað um val Southgate en gagnrýnendur hans geta ekki sakað hann um að forðast stórar ákvarðanir. Það er ferskleiki yfir þessum hóp og þetta lítur út eins og hópur sem getur farið til Þýskalands með miklar væntingar," segir McNulty.
Athugasemdir
banner
banner