þri 07. júlí 2020 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Arsenal og Leicester: Lacazette byrjar
Arsenal og Leicester eigast við í stórleik kvöldsins í enska boltanum eftir að hafa lagt Wolves og Crystal Palace að velli í síðustu umferð.

Um hörkuleik er að ræða þar sem níu stig skilja liðin að í Evrópubaráttunni. Leicester situr í Meistaradeildarsæti sem stendur á meðan Arsenal er sex stigum frá Man Utd í Evrópusæti.

Mikel Arteta setur Alexandre Lacazette inn í byrjunarliðið í stað ungstirnisins Eddie Nketiah sem byrjaði í sigrinum gegn Wolves um helgina. Hector Bellerin byrjar þá í hægri bakvarðarstöðunni í stað Cedric Soares, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal um helgina.

Brendan Rodgers gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem sigraði Crystal Palace 3-0 um helgina.

Ben Chilwell meiddist í sigrinum og er utan hóps. Ryan Bennett, sem er að láni frá Wolves, byrjar í vinstri bakverðinum í hans stað.

Arsenal: Martinez, Mustafi, Luiz, Kolasinac, Bellerin, Ceballos, Xhaka, Tierney, Saka, Lacazette, Aubameyang.
Varamenn: Macey, Sokratis, Torreira, Maitland-Niles, Holding, Pepe, Nelson, Willock, Nketiah.

Leicester: Schmeichel, Justin, Soyuncu, Evans, Bennett, Ndidi, Tielemans, Albrighton, Perez, Iheanacho, Vardy
Varamenn: Ward, Morgan, Gray, Barnes, Choudhury, James, Mendy, Praet, Fuchs.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner