Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. ágúst 2018 12:06
Magnús Már Einarsson
Freyr í viðræðum um að verða aðstoðarlandsliðsþjálfari
Klárar undankeppnina með kvennalandsliðinu
Icelandair
Freyr var í þjálfarateymi Íslands á HM í Rússlandi.
Freyr var í þjálfarateymi Íslands á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson hefur átt í viðræðum við KSÍ um að verða næsti aðstoðarlandsliðsþjálfari karla samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Erik Hamren er við það að ganga frá samningi við KSÍ um að taka við sem þjálfari og allt bendir til þess að hann verði næsti landsliðsþjálfari.

Freyr verður Hamren til aðstoðar en hann hefur verið njósnari og í þjálfarateymi karlalandsliðsins undanfarið. Freyr var meðal annars í þjálfarateyminu á HM í Rússlandi í sumar.

Freyr vildi sjálfur ekki tjá sig um málið þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag.

Frá því árið 2013 hefur Freyr þjálfað A-landslið kvenna. Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum mikilvæga leiki gegn Tékklandi og Þýskalandi í undankeppni HM 1. og 4. september næstkomandi. Ísland er á toppi riðilsins og í kjörstöðu til að komast á HM á næsta ári.

Freyr mun klára þá leiki með kvennalandsliðinu áður en hann fer til Sviss þar sem karlalandsliðið spilar sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni þann 8. september.

Heimir Hallgrímsson lét af störfum sem landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrir helgi var greint frá því að Helgi Kolviðsson yrði ekki áfram aðstoðarþjálfari.

Nú er allt útlit fyrir að Hamren og Freyr myndi nýtt þjálfarateymi karlalandsliðsins en þeir verða væntanlega kynntir til sögunnar á fréttamannafundi á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner