mið 07. september 2022 09:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leipzig lætur stjóra sinn fara eftir stórtapið í gær (Staðfest)
Mynd: Leipzig
Þýska félagið RB Leipzig tilkynnti í morgun að Domenico Tedesco, stjóra félagsins, hefði verið vikið úr starfi.

Aðstoðarþjálfararnir Andreas Hinkel og Max Urwantschky hafa einnig yfirgefið félagið og er Leipzig í þjálfaraleit.

Tedesco tók við Leipzig á síðasta ári og gerði liðið að bikarmeisturum í vor. Hann náði einnig að koma liðinu í Meistaradeildina með því að vera besta lið Þýskalands seinni hluta síðasta tímabils.

Hann fær sparkið í kjölfar 4-1 taps gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni og 4-0 taps gegn Eintracht Frankfurt um helgina.

Leipzig hefur ekki byrjað vel í Bundesliga, liðið er með fimm stig eftir fimm leiki í 11. sæti deildarinnar.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 8 0 0 30 4 +26 24
2 RB Leipzig 8 6 1 1 16 9 +7 19
3 Stuttgart 8 6 0 2 13 7 +6 18
4 Dortmund 8 5 2 1 14 6 +8 17
5 Leverkusen 8 5 2 1 18 11 +7 17
6 Eintracht Frankfurt 8 4 1 3 21 18 +3 13
7 Hoffenheim 8 4 1 3 15 13 +2 13
8 Köln 8 3 2 3 12 11 +1 11
9 Werder 8 3 2 3 12 16 -4 11
10 Union Berlin 8 3 1 4 11 15 -4 10
11 Freiburg 8 2 3 3 11 13 -2 9
12 Wolfsburg 8 2 2 4 9 13 -4 8
13 Hamburger 8 2 2 4 7 11 -4 8
14 St. Pauli 8 2 1 5 8 14 -6 7
15 Augsburg 8 2 1 5 12 20 -8 7
16 Mainz 8 1 1 6 9 16 -7 4
17 Heidenheim 8 1 1 6 7 16 -9 4
18 Gladbach 8 0 3 5 6 18 -12 3
Athugasemdir
banner