Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2020 10:51
Elvar Geir Magnússon
Aron þakklátur fyrir að fá Tólfuna - Staðráðnir í að lyfta þjóðinni aðeins upp
Icelandair
Aron Einar ánægður með Tólfuna.
Aron Einar ánægður með Tólfuna.
Mynd: Eyþór Árnason
Tólfan í stuði.
Tólfan í stuði.
Mynd: Eyþór Árnason
Staðfest er að leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Það verða sárafáir áhorfendur á leiknum. Það verða þó 60 meðlimir Tólfunnar í stúkunni en það var tilkynnt í morgun.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir það gríðarlega jákvætt að fá stuðning Tólfunnar.

„Það er gífurlega mikilvægt fyrir okkur og við erum þakklátir fyrir það að fá Tólfuna. Þeir hafa verið okkar helstu stuðningsmenn og gefa allt í þetta eins og við höfum gert inni á vellinum. Þeir gefa allt í þetta upp í stúku og vonandi skilar það samspil sigri. Við erum staðráðnir í að ná í þennan sigur og lyfta þjóðinni aðeins upp," segir Aron.

Leikið er til þrautar á Laugardalsvelli á morgun en sigurliðið mun leika gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli í hreinum úrslitaleik í næsta mánuði. Í húfi er sæti á EM alls staðar.

Aron þekkir það að spila fyrir framan tóman völl.

„Það vita það allir að það er öðruvísi. Maður þarf að gíra sig meira. Það er gott að maður heyrir vel í hvor öðrum og maður nýtir það. Stemningin hér á Laugardalsvelli hefur verið geggjuð undanfarin ár. Þó að þessi hlaupagbraut sér hérna þá líður manni þannig að þetta er okkar heimavöllur og okkar gryfja. Maður sækir innblástur í áhorfendurnar þegar þeir styðja við bakið á okkur. VIð höfum þurft að venjast hinu," segir Aron.

„Það eru allir í sömu sporum, hvar sem þú spilar. Menn eru búnir að venjast því þó að það sé erfitt. Það á ekki að spila inn í hjá okkur hvað einbeitingnu varðar. VIð þurfum að sýna okkur rétta andlit, vilja og styrk. Vonandi dregur Tólfan okkur aðeins áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner