Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Panenka-vítaspyrna Lookman kostaði stig
Mynd: Getty Images
Fulham er aðeins með fjögur stig eftir átta fyrstu umferðir enska úrvalsdeildartímabilsins.

Liðið heimsótti West Ham í kvöld og lenti marki undir á 91. mínútu. Fulham fékk þó vítaspyrnu undir lok uppbótartímans og steig Ademola Lookman á vítapunktinn.

Hann ákvað að taka svokallaða Panenka-vítaspyrnu að hætti Antonin Panenka. Þá er knettinum vippað á mitt markið meðan markvörðurinn liggur varnarlaus eftir að hafa skutlað sér.

Þetta misheppnaðist herfilega hjá Lookman og varði Lukasz Fabianski auðveldlega. West Ham vann leikinn því 1-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner