Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 07. desember 2015 10:11
Magnús Már Einarsson
Ragnar Leósson í HK (Staðfest)
Ragnar Leósson.
Ragnar Leósson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
HK hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni næsta sumar en Ragnar Leósson er kominn til félagsins frá Fjölni.

Ragnar skrifaði undir eins árs samning við HK í gær.

„Þetta er frábær liðsstyrkur og ég býst við honum sem lykilmanni í HK liðinu á næsta ári," sagði Reynir Leósson þjálfari HK við Fótbolta.net í dag.

Ragnar er 24 ára gamall og getur spilað allar stöður framarlega á vellinum.

Ragnar er uppalinn hjá ÍA en hann hefur leikið með Fjölnismönnum undanfarin þrjú ár.

Hann varð þriðji stoðsendingahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni 2014 og í ár spilaði hann alla leiki Fjölnis í deildinni nema einn.

Ragnar er níundi leikmaðurinn sem kemur til HK í vetur en auk hans hafa Jóhannes Karl Guðjónsson, Hákon Ingi Jónsson, Ingimar Elí Hlynsson, Fannar Freyr Gíslason, Hinrik Atli Smárason, Teitur Pétursson, Reynir Haraldsson og Viktor Smári Segatta samið við félagið.

„Nánast allt byrjunarliðið fór frá síðasta tímabili en við erum komnir með flotta leikmenn í staðinn," sagði Reynir þjálfari í samtali við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner