Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 07. desember 2024 10:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir 
Cole Campbell ætlar sér að vinna Meistaradeildina og gullknöttinn
Mynd: Getty Images

Bandaríski Íslendingurinn, Cole Campbell, er með háleit markmið á ferlinum sínum en hann ætlar sér að verða besti leikmaður heims.


Cole er 18 ára gamall fyrrum unglingalandsliðsmaður Íslands en hann ákvað á þessu ári að spila fyrir landslið Bandaríkjanna. Hann gat valið á milli þar sem hann er hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður en Rakel Björk Ögmundsdóttir, fyrrum fótboltakona, er móðir hans.

Hann lék sjö leiki með Breiðabliki og FH hér á landi en er orðinn hluti af aðalliði Dortmund í dag.

Það birtist viðtal við hann á samfélagsmiðla CBS Sports Golazo þar sem hann ræddi markmiðin sín á ferlinum.

„Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole.

„Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum. Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner