Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   lau 07. desember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Frestað hjá Guðlaugi og Rooney vegna storms
Wayne Rooney og lærisveinar hans í Plymouth spila ekki í ensku B-deildinni í dag en búið er að fresta leik liðsins gegn Oxford United vegna storms sem mun ganga yfir Bretlandseyjar um helgina.

Stormurinn Darragh mun ganga yfir landið um helgina og hefur því nokkrum leikjum í neðri deildunum verið frestað.

Plymouth stendur við strönd 310 kílómetrum suðvestan við London, höfuðborg Englands. Veðurstofan á Englandi hefur sett gula viðvörun á suðvestur-horn Englands og var ákveðið að fresta leiknum.

Rooney er í heitu sæti hjá Plymouth en talað er um að hann fái tvo leiki til að bjarga starfi sínu. Hann ætti því að vera himinlifandi með að fá meiri tíma til að undirbúa liðið fyrir næsta leik.

Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá Plymouth. Hann hefur spilað átta leiki á þessu tímabili og byrjað síðustu tvo leiki liðsins.

Plymouth mætir næst Swansea á þriðjudag en liðið er sem stendur í 21. sæti deildarinnar með 17 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 13 8 4 1 36 12 +24 28
2 Middlesbrough 13 7 4 2 16 11 +5 25
3 Stoke City 13 7 3 3 18 9 +9 24
4 Millwall 13 7 3 3 16 15 +1 24
5 Bristol City 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Preston NE 13 6 4 3 17 12 +5 22
7 Hull City 13 6 4 3 22 20 +2 22
8 Charlton Athletic 13 5 5 3 15 11 +4 20
9 Ipswich Town 12 5 4 3 21 14 +7 19
10 Watford 13 5 3 5 17 16 +1 18
11 Birmingham 13 5 3 5 15 15 0 18
12 West Brom 13 5 3 5 12 14 -2 18
13 QPR 13 5 3 5 16 21 -5 18
14 Leicester 13 4 5 4 15 14 +1 17
15 Wrexham 13 4 5 4 19 19 0 17
16 Swansea 13 4 5 4 13 13 0 17
17 Derby County 13 4 5 4 16 17 -1 17
18 Oxford United 13 3 4 6 15 17 -2 13
19 Blackburn 12 4 1 7 12 17 -5 13
20 Portsmouth 13 3 4 6 10 17 -7 13
21 Southampton 13 2 6 5 13 19 -6 12
22 Sheffield Utd 13 3 0 10 10 23 -13 9
23 Norwich 13 2 2 9 12 20 -8 8
24 Sheff Wed 13 1 4 8 10 25 -15 -5
Athugasemdir
banner