Í jóladagatali dagsins rifjum við upp skemmtilegan misskilning úr viðtali við Freyju Viðarsdóttur sem þá var aðeins átján ára og leikmaður KR.
Hún var fengin í viðtal eftir að hafa skorað sigurmark KR í 2-1 sigri á Breiðabliki sumarið 2011. Eftir leik tók Hafliði Breiðfjörð viðtal við Freyju og hrósaði spilamennsku hennar með orðunum að hún hefði litið vel út í dag.
Þeim ummælum svaraði Freyja kurteislega og sagði að hún hefði sett hársprey og slíkt í hárið. Hafliði brást léttur við og útskýrði að hann hefði átt við frammistöðu hennar sem leikmaður inni á vellinum.
Freyja hló að misskildnum skilaboðunum og bætti við að æfingar hefðu gengið vel og allt væri að smella saman eftir meiðsli árið áður.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Jóladagatalið:
1. desember - Ólafur Karl í kleinu
2. desember - Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
3. desember - Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
4. desember - Langbest að fá heyrnalausa menn að dæma
5. desember - Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini uppi á KA svæði
6. desember - Hægðir og lægðir
Athugasemdir






















