Jólin eru tíminn til að líta um öxl og það gerum við í jóladagatalinu hér á Fótbolta.net og rifjum upp eftirminnileg viðtöl.
Að þessu sinni förum við aftur til ársins 2018 og rifjum upp skemmtilegt viðtal við Tinnu Óðinsdóttur, fyrrum fyrirliða HK/Víkings.
Að þessu sinni förum við aftur til ársins 2018 og rifjum upp skemmtilegt viðtal við Tinnu Óðinsdóttur, fyrrum fyrirliða HK/Víkings.
Tinna mætti í viðtal eftir 2–1 tap gegn Val og var að vonum svekkt með niðurstöðuna.
Undir restina á viðtalinu mismælir Tinna þar sem hún segir að hægðir og lægðir fylgi fótboltanum. Í kjölfarið gat hún ekki annað en hlegið þegar hún áttaði sig á mismælunum.
Viðtalið við Tinnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en atvikið skemmtilega kemur eftir rúma tvær og hálfa mínútu.
Jóladagatalið:
1. desember - Ólafur Karl í kleinu
2. desember - Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
3. desember - Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
4 desember - Langbest að fá heyrnalausa menn til að dæma leikinn
5. desember - Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini uppi á KA svæði
Athugasemdir

























