
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var auðvitað mjög sáttur eftir 1-0 sigur á Albaníu í undankeppn EM 2020 á Laugardalsvelli í dag.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Albanía
„Það er frábært að vinna, halda hreinu, gott veður og góð stemning. Við erum brosandi og það var gaman í dag," sagði Hannes eftir leikinn.
„Þetta var flott frammistaða finnst mér. Við spiluðum eftir aðstæðum, gerðum það sem þurfti og lokuðum leiknum. Þeir áttu ekkert í seinni hálfleik. Við gerðum þetta vel."
„Við eigum talsvert inni, en við kláruðum þetta og gerðum það sem skipti máli í dag. Það er gríðarlega mikilvægt að fá sigurtilfinninguna, fá víkingaklappið í gang, stemninguna í klefann og allt sem fylgir sigrinum. Við þurftum sigur. Seiglusigur er ekkert verri en hvað annað."
Umræða var fyrir leikinn hvort Hannes myndi mögulega missa sæti sitt í byrjunarliðinu. Það truflaði hann ekki.
„Það gerði það alls ekki. Ég vissi alveg hvar ég stóð og pældi ekkert í þessu," sagði Hannes.
„Það hefði verið mjög erfitt að fara inn í þriðjudaginn ef við hefðum ekki klárað þennan leik. Núna verðum við að taka allt þetta með okkur."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir