Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Meiri barátta heldur en gæði.
Freyja Karín: Ákveðin draumabyrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alla Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
Alda Ólafsdóttir: Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin
Skarphéðinn: Ógeðslega lélegt hjá okkur
Bergdís: Fannst úrslitin ekki segja nákvæmlega hvernig leikurinn spilaðist
Telma: Best fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
   lau 08. júní 2019 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Seiglusigur ekkert verri en hvað annað
Icelandair
Hannes hélt hreinu.
Hannes hélt hreinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var auðvitað mjög sáttur eftir 1-0 sigur á Albaníu í undankeppn EM 2020 á Laugardalsvelli í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Albanía

„Það er frábært að vinna, halda hreinu, gott veður og góð stemning. Við erum brosandi og það var gaman í dag," sagði Hannes eftir leikinn.

„Þetta var flott frammistaða finnst mér. Við spiluðum eftir aðstæðum, gerðum það sem þurfti og lokuðum leiknum. Þeir áttu ekkert í seinni hálfleik. Við gerðum þetta vel."

„Við eigum talsvert inni, en við kláruðum þetta og gerðum það sem skipti máli í dag. Það er gríðarlega mikilvægt að fá sigurtilfinninguna, fá víkingaklappið í gang, stemninguna í klefann og allt sem fylgir sigrinum. Við þurftum sigur. Seiglusigur er ekkert verri en hvað annað."

Umræða var fyrir leikinn hvort Hannes myndi mögulega missa sæti sitt í byrjunarliðinu. Það truflaði hann ekki.

„Það gerði það alls ekki. Ég vissi alveg hvar ég stóð og pældi ekkert í þessu," sagði Hannes.

„Það hefði verið mjög erfitt að fara inn í þriðjudaginn ef við hefðum ekki klárað þennan leik. Núna verðum við að taka allt þetta með okkur."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner