Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   lau 03. maí 2025 21:01
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Kvenaboltinn
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Úrslitin voru frábær, héldu mér fulllengi á brúninni stelpurnar. 1-0 eftir 30 sekúndur og svo 94 og hálf mínúta þar sem að var mikil barátta þannig að ég hugsa að þetta fari nú ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti sem var spilaður í dag en þrjú stig þau ylja og verðskulduð."  sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna eftir 1-0 sigur liðsins á Tindastóli í dag í 4. umferð Bestu deildar kvenna. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Tindastóll

Þróttur skoraði eina mark leiksins þegar 30 sekúndur voru liðnar af leiknum. 

„Við lögðum ekkert upp með að skora eftir 30 sekúndur en maður fagnar því þó að það gerist snemma. Sko Tindastóll var með gott leiksskipulag og þær eru með leikmann og leikmenn frammi sem eru skeinuhættar og við þurftum að leggja svolitla áherslu á að loka á það. Mér fannst það takast vel. Mér fannst Makala, senterinn þeirra, sem hefur verið að valda usla í upphafi móts mér fannst við halda hennin vel í skefjum, varnarlínan okkar. Þær spiluðu mikið yfir miðjuna þannig að miðjan var ekki mikið í leik, mikið af seinni boltum. Mér fannst við kannski aðeins ströggla í fyrri hálfleik, það var betra í seinni hálfleik."

„Á boltanum þá vorum við full órólegar og duttum í tangóin sem að Tindastóll vildi hafa. Hann var fullhraður á köflum og hefðum alveg mátt fara svona áttund niður og vera í aðeins rólegri takti en mér fannst við vera. Þannig það var mikill óróleiki í þessum leik, ekki mikið um færi og kannski meiri barátta heldur en gæði."

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner