Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. júní 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bastoni gefur sögusögnum engan gaum
Mynd: EPA

Ítalski miðvörðurinn Alessandro Bastoni er orðaður við félagaskipti frá Inter til Tottenham í sumar en hann sjálfur segist vera rólegur varðandi framtíðina.


Bastoni, sem varð Ítalíumeistari með Inter og Evrópumeistari með Ítalíu sumarið 2021, ætlar ekki að leyfa einhverjum sögusögnum að hafa áhrif á sumarið sitt.

„Ég á tvö ár eftir af samningnum við Inter þannig ég er rólegur. Félagið hefur ekki sagt mér neitt, ég er bara að bíða eftir að komast í sumarfrí," sagði Bastoni.

Antonio Conte hefur miklar mætur á Bastoni eftir að hafa þjálfað hann hjá Inter en varnarmaðurinn gæti kostað um 80 milljónir evra.

Tottenham hefur, með Fabio Paritici í fararbroddi, verið duglegt að taka leikmenn úr Serie A og láta þá virka vel í ensku úrvalsdeildinni - eins og Cristian Romero og Dejan Kulusevski.

Sjá einnig:
Sky: Tottenham í viðræðum við Inter um Bastoni


Athugasemdir
banner
banner