Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. júlí 2020 13:10
Magnús Már Einarsson
Albert Inga spáir í fimmtu umferð í Pepsi Max-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vinnur Val samkvæmt spá Alberts.
Víkingur vinnur Val samkvæmt spá Alberts.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Kristín Grétarsdóttir var með tvo rétta þegar hún spáði í leikina fimm í Pepsi Max-deildinni um síðustu helgi.

Albert Brynjar Ingason, framherji Kórdrengja, spáir í leikina í 5. umferðinni sem fara fram í kvöld og á morgun.



Víkingur R. 2 - 1 Valur (18:00 í kvöld)
Enginn Kári, enginn Otthammer og enginn Halldór en það mun ekki koma í veg fyrir sigur hjá Vikes sem munu fækkka í vörn og einblína ennþá meira á sóknarleik sem þeir kunna nú alveg þokkalega. Víkingur mun stjórna leiknum og vinna 2:1 sigur.

Fjölnir 3 - 0 Grótta (19:15 í kvöld)
3:0 sigur hjá mínum mönnum í Fjölni, Dóra landkönnuður kallar á töskuna sína og upp kemur Ingibergur Kort með Kort af leiðinni að
fyrsta sigri Fjölnismanna í sumar. Okkar Ed Sheeran hann Gummi Kalli með verður með þrennu.

ÍA 0 - 2 HK (19:15 í kvöld)
Ég þakka HK ULTRAS kærlega fyrir þjóðhátíðina í fyrra, heiður að vera ennþá í HK ULTRAS tjattinu. HK mun fyrir vikið alltaf vera eitt af mínum liðum og spái ég þeim 0:2 sigri Börkurinn minn með tvö.

Breiðablik 1 - 3 FH (20:15 í kvöld)
Anton í marki Blika mun koma upp að miðjuboganum og fá sendingu frá Damir og senda svo 10 metra sendingu á Elfar og allir muna missa sig yfir þessari nýjung í fótbolta, flott hjá þeim. 1:3 sigur hjá FH.

Fylkir 4 - 0 KA (18.00 á morgun)
KA menn nýbúnir að spila á Ingimundar Níels vellinum fyrir norðan, ljótur og illa farinn og mæta svo í lautina á fallegasta völl landsins og þeir komast bara ekki yfir þessa fegurð. Daði Óla skorar skrautlegt fyrsta mark þegar KA menn hreinsa boltanum beint í klofið á honum, það er mjög erfitt að hitta í mjög svo litla félaga hans Daða svo hann mun ekkert finna fyrir þessu og fagna grimmt. Hinn unglingaveiki Valdirmar Þór mun skora seinna mark Fylkis og kemur mark frá Íslenska Jaap Stam honum Orra Svein. Djair mun svo setja síðasta mark leiksins og mitt lið fagnar 4:0 sigri og allir fá sér á Blástein.

Fyrri spámenn:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Þorkell Máni Pétursson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Svava Kristín Grétarsdóttir (2 réttir)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner