Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. júlí 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Svava Kristín spáir í fjórðu umferð í Pepsi Max-deildinni
Svava Kristín Grétarsdóttir.
Svava Kristín Grétarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Valur vinnur í kvöld samkvæmt spá Svövu.
Valur vinnur í kvöld samkvæmt spá Svövu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var með þrjá rétta af fimm mögulegum þegar hún spáði í 3. umferðina í Pepsi Max-deild karla.

Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2 Sport, spáir í leikina í 4. umferðinni en leik FH og Stjörnunnar var frestað og fer hann fram síðar í sumar.



Valur 3 - 1 ÍA (20:00 í kvöld)
Valsmenn sigra en þetta verður ekki auðveldur leikur. Skagamenn eru alltaf erfiðir og sækja grimmt en það er ekkert óvænt að fara að gerast á Hlíðarenda. Gæðamunurinn á liðunum skilar á endanum sigri Vals

Fjölnir 1 - 1 Fylkir (14:00 á morgun)
Þetta verður áhugaverður leikur, Fylkir hefur lent í mótlæti, Ragnar Bragi dettur út, Óli Skúla í bann og Helgi Valur out, það er eitthvað off í upphafi leiktíðar hjá Fylki, Fjölnismenn nýta sér það og sækja stig á heimavelli

Grótta 0 - 2 HK (14:00 á morgun)
Pepsí Max er bara helvíti stór vettvangur fyrir Gróttu, þeir verða ennþá með núll mörk eftir fjórðu umferð. Ég held samt innilega með þeim og vona að þeir skori en eftir síðustu umferð þá sé ég þá ekki sækja stig. HK fékk skell í síðustu umferð og telja þetta vera skyldusigur

KR 1 - 0 Víkingur R. (17:00 á morgun)
3-0 í hálfleik á móti FH er bara of gott til að vera satt til að halda það út, Víkingar svöruðu fyrir gagnrýni sérfræðinga í síðustu umferð en þeir eiga eftir að sýna okkur meira. KR tekur stigin þrjú á heimavelli í þetta skiptið

KA 1 - 1 Breiðablik (16:00 á sunnudag)
Óvæntu úrslit umferðarinnar verða á Akureyri, meistaraefnin úr Kópavogi slaka á og taka eitt stig með sér heim.

Fyrri spámenn:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Þorkell Máni Pétursson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner