lau 13. júní 2020 09:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Máni Péturs spáir í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla
Máni spáir í spilin.
Máni spáir í spilin.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hann spáir því að Breiðablik vinni í markaleik gegn Gróttu.
Hann spáir því að Breiðablik vinni í markaleik gegn Gróttu.
Mynd: Eyþór Árnason
Hallvarður Óskar Sigurðarson.
Hallvarður Óskar Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild karla hefst í kvöld með stórleik Vals og KR á Hlíðarenda.

Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum, fékk það verkefni að spá í leiki 1. umferðar.

Valur 1 - 1 KR (20:00 í kvöld)
Ef allir fara eftir fyrirmælum þjálfarana verður þetta vel leiðinlegt 0-0 eða 1-1 jafntefli. Enginn tapar og enginn vinnur.

ÍA 2 - 2 KA (15:45 á morgun)
Verður leikur hinna glæsilegu mistaka. Almarr jafnar metin fyrir KA á 91 mínútu. Sindri Snær skorar fyrir ÍA, hin tvö mörkin verða sjálfsmörk.

HK 0 - 3 FH (18:00 á morgun)
FH-ingar eru gíraðir í þennan leik. Það verður ekkert vanmat hjá þeim eftir niðulægingu í fyrra. Guðmann gerir þrennu, en meiðist svo í síðasta uppstökinu og spilar ekki næstu tíu umferðir.

Breiðablik 7 - 6 Grótta (20:15 á morgun)
Báðir markverðir spila nánast á miðju allan leikinn. Það verða skoraðar tvær þrennur frá leikmönnum sem bera nafnið Pétur, enda er það sérlega glæsilegt nafn.

Víkingur R. 0 - 1 Fjölnir (18:00 á mánudag)
Óvæntustu úrslit umferðarinnar. Fjölnir vinnur 0-1 með marki frá Hallvarði Óskari Sigurðarsyni. Markið kemur eftir tvær mínútur. Vikingar senda boltann til hliðar og til baka næstu 88 mínúturnar og telja sér trú um að tölfræðin segi að þeir hafi verið betri aðilinn i leiknum.

Stjarnan 1 - 0 Fylkir (19:15 á mánudag)
Stjarnan hefur ekki tapað fyrir Fylki í síðustu tíu leikjum þessara liða. Þtta verður samt erfið fæðing. Fylkismenn eru búnir að fá rútuna hans Mourinho lánaða. Eina leiðin í markið er að gera eins og Árbæjarskáldið segir og negla. Hilmar Árni gerir það frá miðju á 89. mínútu.



Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner