Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. júlí 2020 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti svarar gagnrýni á Gylfa
Gylfi og Ancelotti fara yfir málin.
Gylfi og Ancelotti fara yfir málin.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur komið Gylfa Þór Sigurðssyni til varnar.

Gylfi er dýrasti leikmaður í sögu Everton. Hann var keyptur frá Swansea sumarið 2017 fyrir 45 milljónir punda. Gylfi er ekki vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum félagsins og hefur hann sérstaklega verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili. Gylfi, sem er þrítugur, hefur aðeins skorað þrjú mörk í 33 leikjum á tímabilinu.

Gylfi var gagnrýndur af Gary Neville og Tim Cahill fyrir frammistöðu sína í 1-0 tapinu gegn Tottenham fyrr í vikunni.

Ancelotti svaraði gagnrýninni fyrir hönd Gylfa. „Gylfi er 100 prósent fagmaður. Hann getur spilað vel, hann getur spilað illa. Kannski hefði hann getað gert betur gegn Tottenham, en allt liðið gat gert betur þar."

„Ég er nú þegar búinn að tala við leikmennina. Leikurinn gegn Tottenham er bara búinn."

Næst leikur Everton við Southampton á morgun.

Gylfi hefur færst aftar á völlinn frá því að Ancelotti tók við og er hann núna að spila sem djúpur miðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner