Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. ágúst 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldock vill spila fyrir Grikkland - Var hjá ÍBV fyrr á ferlinum
George Baldock.
George Baldock.
Mynd: Getty Images
George Baldock, bakvörður Sheffield United, vill spila fyrir gríska landsliðið.

Baldock, sem átti mjög tímabil með Sheffield United, er fæddur á Englandi en getur spilað fyrir Grikkland þar sem amma hans fæddist þar.

Baldock sér ekki fyrir sér að geta spilað fyrir England og því ætlar hann að spila fyrir Grikkland. Sú pappírsvinna er í gangi núna.

„Ég hef komið oft til Grikklands og er þar í fríi núna með kærustu minni. Ég vil spila landsliðsbolta og það væri mikill heiður að spila fyrir Grikkland," sagði Baldock í samtali við Telegraph.

Baldock er 27 ára en árið 2012 kom hann á láni til ÍBV frá MK Dons. Baldock skoraði eitt mark í fimmtán leikjum í Pepsi-deildinni þegar hann spilaði með ÍBV.

Sjá einnig:
Borðaði harðfisk og spilaði í Eyjum - Á leið í ensku úrvalsdeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner