Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Borðaði harðfisk og spilaði í Eyjum - Á leið í ensku úrvalsdeildina
George Baldock í leik með ÍBV árið 2012.
George Baldock í leik með ÍBV árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
George Baldock í leik með Sheffield United.
George Baldock í leik með Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Sheffield United hefja leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Bournemouth laugardaginn 10. ágúst. Í liði Sheffield United er George Baldock en hann spilaði með ÍBV á láni frá MK Dons í Pepsi-deildinni árið 2012.

Baldock skoraði eitt mark í fimmtán leikjum í Pepsi-deildinni en þegar hann spilaði með ÍBV. Baldock var þá miðjumaður en undanfarin ár hefur hann spilað í hægri bakverði hjá Sheffield United og hann lék 27 leiki þegar liðið fór upp úr Championship deildinni í vor.

Í viðtali við The Star talar Baldock um dvöl sína á Íslandi og lýsir því hvernig var að spila í Vestmannaeyjum.

„Við þurftum að fara í bát í útileiki. Einn daginn var ekki hægt að fara með bátnum svo við fórum á uppblásum gúmmíbát sem var algjört brjálæði. Þegar við vorum komnir hálfa leið sagði sá sem sigldi bátnum að við ættum að hafa hljótt þar sem að það væri hvalur við hliðina á okkur. Það var ótrúleg sjón," sagði Baldock í viðtalinu.

„Ég var 17 eða 18 ára á þessum tíma og var ekki að fá að spila mikið. Ég hoppaði á tækifærið að spila í íslensku úrvalsdeildinni þegar það bauðst."

„Að spila karlafótbolta gerði mig harðari, ekki einungis líkamlega heldur andlega líka. Það var bjart 23 klukkutíma á sólarhring á einum tímapunkti svo það var mjög erfitt að sofa. Við æfðum á kvöldin því að margir aðrir strákar voru með önnur störf eins og að fara út á veiðar."

„Ég prófaði líka að borða harðfisk. Hann lyktar illa en er 80% prótín eða eitthvað slíkt svo það var mjög gott að borða hann."
sagði Baldock en hann smakkaði einnig hákarl á tíma sínum í Eyjum.

Sjá einnig:
Spáin fyrir enska - 20. sæti

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner