Newcastle er núna að íhuga að reyna við Samu Aghehowa, sóknarmann Porto.
Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic.
Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic.
Það hefur lítið gengið upp hjá Newcastle á leikmannamarkaðnum í sumar. Nú síðast reyndi félagið að fá Benjamin Sesko frá RB Leipzig en hann valdi frekar Manchester United. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur hafnað Newcastle í sumar.
Aghehowa, sem var áður með eftirnafnið Omorodion, er leikmaður sem Newcastle kann að meta en hann skoraði 27 mörk í 45 leikjum fyrir Porto á sínu fyrsta tímabili þar.
Yoane Wissa og Jorgen Strand Larsen eru einnig leikmenn sem Newcastle er að skoða, en Brentford og Wolves vilja helst ekki selja.
Athugasemdir