Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næsti framherji á lista Newcastle
Samu Aghehowa.
Samu Aghehowa.
Mynd: EPA
Newcastle er núna að íhuga að reyna við Samu Aghehowa, sóknarmann Porto.

Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic.

Það hefur lítið gengið upp hjá Newcastle á leikmannamarkaðnum í sumar. Nú síðast reyndi félagið að fá Benjamin Sesko frá RB Leipzig en hann valdi frekar Manchester United. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur hafnað Newcastle í sumar.

Aghehowa, sem var áður með eftirnafnið Omorodion, er leikmaður sem Newcastle kann að meta en hann skoraði 27 mörk í 45 leikjum fyrir Porto á sínu fyrsta tímabili þar.

Yoane Wissa og Jorgen Strand Larsen eru einnig leikmenn sem Newcastle er að skoða, en Brentford og Wolves vilja helst ekki selja.
Athugasemdir
banner
banner
banner