Norska félagið Skeid hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að fá hollenska markvörðinn Guy Smit í sínar raðir frá Vestra.
Fótbolti.net bar þessi tíðindi undir Samúel Samúelsson sem er formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra.
„Það hefur ekkert formlegt komið á mitt borð. En það er ljóst að það er enginn á förum frá okkur, Guy Smit er ekki fáanlegur," segir Sammi.
Fótbolti.net bar þessi tíðindi undir Samúel Samúelsson sem er formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra.
„Það hefur ekkert formlegt komið á mitt borð. En það er ljóst að það er enginn á förum frá okkur, Guy Smit er ekki fáanlegur," segir Sammi.
„Það er ekki mikið eftir að glugganum, við erum að reyna styrkja liðið, ekki veikja það. Ég skil vel að það sé áhugi á Guy, hann er öflugur leikmaður sem hefur átt gott tímabil með okkur, en hann er ekki fáanlegur," segir Sammi.
Guy er 29 ára og kom fyrst til Íslands árið 2020 og lék með Leikni fyrstu tvö tímabil á Íslandi, hann hefur einnig spilað með Val, ÍBV og KR, og gekk í raðir Vestra fyrir þetta tímabil.
Hann hefur sjö sinnum haldið markinu hreinu á þessu tímabili, en Vestri er það lið sem hefur fengið á sig fæst mörk í Bestu deildinni, einungis 15 mörk í 17 leikjum.
Skeid er í norsku B-deildinni, situr þar í botnsætinu eftir 17 umferðir af 30
Athugasemdir