Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fös 08. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Como hafnaði tilboði Tottenham
Mynd: EPA
Ítalska félagið Como hafnaði 35 milljóna punda tilboði Tottenham í argentínska miðjumanninn Nico Paz í gær.

Tottenham er í leit að leikmanni í stað James Maddison sem sleit krossband í síðasta leik liðsins í Asíuferð liðsins á undirbúningstímabilinu.

Di Marzio segir að Tottenham ætli að hafa hraðar hendur í leit sinni að nýjum miðjumanni og hefur félagið þegar lagt fram tilboð í Paz, sem átti stórkostlegt tímabil með Como á síðustu leiktíð.

Tilboð Tottenham nam um 35 milljónum punda sem Como hafnaði en ítalska félagið vill töluvert hærri upphæð fyrir Paz, sem gegnir lykilhlutverki í liðinu.

Þetta gætu orðið erfiðar viðræður fyrir Tottenham þar sem Real Madrid, fyrrum félag Paz, fær 50 prósent af endursöluvirði leikmannsins.

Paz, sem er tvítugur, kom að fimmtán mörkum er Como hafnaði í 10. sæti Seríu A á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner